Go To Top

Lækurinn Lyrics

Ég er að horfa hugfanginn
í hlýjum sumarblænum
yfir litla lækinn minn,
sem líður fram hjá bænum.

Ó, hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi,
saklaust barn með létta lund,
og leggina mína taldi.

Bæ ég lítinn byggði þar
og blómum utan skreytti.
Yfir tún og engjarnar
oft ég læknum veitti.

Nú er ekkert eins og fyr;
á öllu sé ég muninn:
löngu týndir leggirnir
og litli bærinn hruninn.

Æska hverfur. Yndi dvín.
Allt er líkt og draumur.
Áfram líður æfin mín
eins og lækjarstraumur.

Meðan æðum yljar blóð
og andinn má sig hræra,
skal ég syngja lítil ljóð
læknum silfurtæra.

Þegar eg er uppgefinn
og eytt hef kröftum mínum,
langar mig í síðsta sinn
að sofna á bökkum þínum.

Lækurinn Lyrics performed by Sigur Ros are property and copyright of the authors, artists and labels. You should note that Lækurinn Lyrics performed by Sigur Ros is only provided for educational purposes only and if you like the song you should buy the CD


What is the meaning of Lækurinn lyrics?